37. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 20. mars 2019 kl. 09:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:17
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:12
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) fyrir Þórunni Egilsdóttur (ÞórE), kl. 09:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 34. - 36. fundar samþykkt.

2) 493. mál - stjórnsýslulög Kl. 09:02
Á fundinn komu Birgitta Jónsdóttir frá IMMI, alþjóðlegri stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi og Hjálmar Jónsson frá Blaðamannafélagi Íslands og gerðu grein fyrir afstöðu til frumvarpsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) 501. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 09:30
Á fundinn kom Halldór Oddsson frá Alþýðusambandi Íslands og gerði grein fyrir umsögn um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst komu Þórður Sveinsson og Bjarni Freyr Rúnarsson frá Persónuvernd og gerðu grein fyrir umsögn um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:12
Skipulag næstu funda rætt.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20